- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur tók forystuna

Lovísa Thompson sækir að vörn KA/Þórs í úrslitakeppnini fyrir ári. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valur tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu við KA/Þór í Olísdeild kvenna í handknattleik með eins marks sigri, 28:27, í fyrsta leik liðanna í Origohöllinni í kvöld. KA/Þór var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13, eftir að hafa verið mest með fimm marka forskot. Valur var sterkari í síðari hálfleik og hafði tveggja til þriggja marka forskot nánast til loka.  Næsta viðureign liðanna verður í KA-heimilinu á mánudagskvöld. 



Leikurinn var í jafnvægi fyrstu 20 mínúturnar og staðan jöfn, 8:8. Þá kom afar góður kafli hjá KA/Þór sem skoraði fimm mörk í röð. Sóknarleikurinn gekk frábærlega og vörn Vals var opnuð hvað eftir annað.  Þegar sjö mínútur voru til leikslok og staðan 13:8 KA/Þór í vil tók Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals annað leikhlé á skömmum tíma og stokkaði m.a. upp spilin. Vörnin batnaði til muna auk þess sem Andrea Gunnlaugsdóttir kom í markið, í sínum fyrsta leik í á annað ár. Hún kom eins og stormsveipur í markið og tók til við að verja allt hvað af tók. 


Valur minnkaði forskot KA/Þórs niður í tvö mörk áður en fyrri hálfleikur var á enda, 15:13. 


Fljótlega í síðari hálfleik hélt Valur uppteknum hætti frá síðustu mínútum fyrri hálfleiks, þ.e. við að saxa á forskot KA/Þór. Það tókst, 17:17 og fljótlega var Valur kominn yfir, 19:17. Eftir það leit Valsliðið ekki um öxl. Varnarleikur liðsins var framúrskarandi og Andrea vel vakandi í markinu. Leikmenn KA/Þórs þurftu að hafa talsvert fyrir mörkum sínum meðan Valsliðinu reyndist auðveldara að opna vörn KA/Þórs. Ekki síst reyndist Thea Imani Sturludóttir leikmönnum KA/Þór óþægur ljár í  þúfu. 


KA/Þór náði áhlaupi undir lokin sem nægði ekki. 



Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 8, Lovísa Thompson 6/4, Morgan Marie Þorkelsdóttir 6, Mariam Eradze 5, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 1.

Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 8, 38,1% – Sara Sif Helgadóttir 4, 22,2%.

Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 8, Martha Hermannsdóttir 6/5, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1. 

Varin skot: Matea Lonac 5, 21,7% – Sunna Guðrún Pétursdóttir 2, 16,7%. 

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -