- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur tyllti sér í efsta sætið – Grótta fór illa að ráði sínu

Allan Norðberg nýtti vel sín færir í hægra horni Vals í dag, skoraði sex mörk úr sjö skotum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Án þess að sýna sparihliðarnar þá tókst Valsmönnum að merja út sigur á Gróttu í Olísdeild karla í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í dag, 29:26. Valsliðið átti á brattann að sækja í nærri 50 mínútur í leiknum í dag og voru m.a. fjórum mörkum undir í hálfleik, 18:14. Um leið og þeim tókst að komast yfir þegar níu og hálf mínúta var eftir, 24:23, héldu Valsmenn yfirhöndinni til leiksloka.


Gróttumenn eru þar með áfram í næst neðsta sæti deildarinnar með 10 stig en þeir létu tækifæri á tveimur stigum svo sannarlega sér úr greipum ganga að þessu sinni.

Sigurinn færði Val upp í efsta sæti í Olísdeildinni með 30 stig þegar tvær umferðir eru eftir. FH er stigi á eftir og á leik til góða á morgun gegn Aftureldingu í Kaplakrika klukkan 18.30. Afturelding er sem stendur í þriðja sæti en það gæti tekið breytingum eftir viðureign HK og Fram sem hófst klukkan 17.30 í Kórnum.

Gróttumenn léku vel í fyrri hálfleik í dag. Sóknarleikurinn gekk vel gegn bitlausri vörn Vals. Jón Ómar Gíslason lék lausum hala á línunni og skoraði grimmt, alls átta mörk í fyrri hálfleik.

Mikið betri vörn

Leikmenn Vals léku mikið betri vörn í síðari hálfleik en gekk verr að hressa upp á sóknarleikinn. Reyndar minnkuðu Valsmenn muninn strax í upphafi síðari hálfleiks með með þremur fyrstu mörkunum. Grótta hélt sjó lengi vel og var áfram með frumkvæðið. Eftir miðjan síðari hálfleik gerðu Gróttumenn hvert axarskaftið á fætur öðru. Valsmenn skoruðu fjögur mörk í röð á þeim kafla og komust yfir, 25:23, og litu ekki um öxl eftir það.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildinni.

Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 8/4, Allan Norðberg 6, Ísak Gústafsson 4, Bjarni í Selvindi 4, Magnús Óli Magnússon 2, Róbert Aron Hostert 2, Agnar Smári Jónsson 1, Viktor Sigurðsson 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11/1, 31,4% – Jens Sigurðarson 0.
Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 10/4, Jakob Ingi Stefánsson 4, Antoine Óskar Pantano 3, Alex Kári Þórhallsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Hannes Grimm 2, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 2.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 10/1, 27% – Hannes Pétur Hauksson 1/1, 33,3%.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -