Valur 2 vann Aftureldingu í kvöld í Myntkaup-höllinni að Varmá, 32:27, en um var að ræða fyrstu viðureign sem fram fer í deildinni í um mánuð en hlé var gert á keppni meðan undirbúningur og þátttaka íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu stóð yfir.
Valsliðið kunni vel við sig að Varmá og hafði forystu í leiknum frá byrjun til enda. Þegar fyrri hálfleikur var að baki var fimm marka munur á liðunum eins og að leikslokum, 18:13.
Valur og Afturelding höfðu sætaskipti að loknum leiknum. Valur færðist upp í 5. sæti með átta stig. Afturelding féll niður í sjötta sæti með sjö stig.
Áfram verður haldið að leika í Grill 66-deild kvenna annað kvöld. Víkingur fær Fjölni í heimsókn í Safamýri klukkan 19. Klukkustund síðar eigast við tvö efstu lið deildarinnar, HK og Grótta, í Kórnum.
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 10, Katrín Erla Kjartansdóttir 5, Agnes Ýr Bjarkadóttir 3, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 3, Anna Katrín Bjarkadóttir 2, Arna Sól Orradóttir 1, Karen Hrund Logadóttir 1, Katrín Hallgrímsdóttir 1, Þórdís Eva Elvarsdóttir 1.
Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 10, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 1.
Mörk Vals 2: Ágústa Rún Jónasdóttir 7, Laufey Helga Óskarsdóttir 7, Guðrún Hekla Traustadóttir 5, Anna Margrét Alfreðsdóttir 4, Sara Lind Fróðadóttir 4, Alba Mist Gunnarsdóttir 2, Eva Steinsen Jónsdóttir 2, Lena Líf Orradóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 11.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.



