- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur vann fyrstu rimmu eftir framlengingu

Bjarni í Selvindi og félagar í Val unnu fyrsta leikinn við Aftureldingu. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Valur lagði Aftureldingu eftir framlengdan háspennuleik á Hlíðarenda í kvöld, 35:33, í fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Afturelding var marki yfir í hálfleik, 13:12, og jafnaði metin, 29:29, 14 sekúndum fyrir lok hefðbundins leiktíma. Valur átti síðustu sóknina en tókst ekki að færa sér hana í nyt manni fleiri.


Þegar leið á framlenginguna voru Valsmenn beittari og tryggðu sér sigur.

Næsti leikur liðanna verður að Varmá á þriðjudagskvöld.

Leikurinn bauð upp á allt ef svo má segja, hraða, spennu, sviftingar og framlengingu.

Aftureldingarmenn voru heldur sterkari framan af leiknum og voru yfir í hálfleik, 13:12. Þeir voru áfram yfir fyrstu mínútur síðari hálfleiks áður en Valsmönnum tókst að snúa leiknum sér í hag og vera áfram með yfirhöndina allt þar til á síðasta mínútan rann upp. Blær Hinriksson minnkaði muninn í eitt mark, 29:28, þegar 45 sekúndur voru til leiksloka.

Valsmenn hófu sókn en töpuðu boltanum. Rétt í þann mund óskaði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir leikhléi en var of seinn. Eftir miklar bollaleggingar dómaranna, Sigurður Hjartar Þrastarsonar og Svavars Ólafs Péturssonar með eftirlitsmönnunum Guðjóni L. Sigurðssyni og Jóhannesi Runólfssyni og ítarlegan lestur í reglubókinni, var niðurstaðan sú að Afturelding fékk boltann en Val var ekki gerð refsing, tvær mínútur, fyrir að taka leikhlé eftir að hafa tapað boltanum. Blær jafnaði metin, 29:29, 14 sekúndum fyrir lok 60 mínútna leiktíma. Valur hóf sókn, manni fleiri eftir að Afturelding missti mann af leikvelli fyrir ranga skiptingu. Sókn Valsmanna rann út í sandinn og framlenging varð niðurstaðan.


Mörk Vals: Bjarni í Selvindi 9, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 7, Viktor Sigurðsson 4, Magnús Óli Magnússon 3, Andri Finnsson 3, Allan Norðberg 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Róbert Aron Hostert 2, Kristófer Máni Jónasson 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2, 31,3%.

Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 8, Ihor Kopyshynskyi 7, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Hallur Arason 4, Birgir Steinn Jónsson 4, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Harri Halldórsson 1, Stefán Magni Hjartarson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 17, 32,7%.

Tölfræðin hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -