- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur var sterkari í síðari hálfleik í TM-höllinni

Hildur Sigurðardóttir, Val, á auðum sjó í leiknum við Stjörnuna í gær. Mynd/Baldur29@gmail.com
- Auglýsing -

Ungmennalið Vals færðist upp fyrir ungmennalið Stjörnunnar í Grill66-deild kvenna í gær með sex marka sigri í viðureign liðanna í sjöttu umferð í TM-höllinni í Garðabæ, 33:27.

Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 16:16.
Valur er með fimm stig eftir fjóra leiki en Stjarnan fjögur stig en hefur lokið sex leikjum. Ungmennalið Stjörnunnar kom inn í deildina áður en keppni hófst í haust.


Fjöldi mjög góðra mynda frá leiknum eru Facebook-síðu handknattleiksdeildar Vals, Valur handbolti.


Mörk Stjörnunnar: Thelma Sif Sófusdóttir 8, Thelma D. Einarsdóttir 4, Birta María Sigmundsdóttir 3, Thelma Lind Viktorsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Viktoría Georgsdóttir 2, Adda Sólbjört Högnadóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Birta Líf Haraldsdóttir 1.
Mörk Vals: Ída Margrét Stefánsdóttir 8, Lilja Ágústsdóttir 7, Ingibjörg Fía Hauksdóttir 4, Hildur Sigurðardóttir 3, Vaka Sigríður Ingólfsdóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Erna Björk Björgvinsdóttir 2, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 1.

Á Facebook-síðu Vals handbolta kemur fram að Signý Pála Pálsdóttir markvörður Vals hafi varið 14 skot.


Leikir sjöundu umferðar Grill66-deildar kvenna fara fram á sunnudaginn.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -