- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur varð fjórða liðið í undanúrslit

Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Valur var fjórða og síðasta liðið til þess að öðlast sæti í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Valsmenn lentu í kröppum dans í öðrum leik sínum við Stjörnuna í Hekluhöllinni í kvöld. Í framlengingu hafði Valur betur, 32:28, en staðan var jöfn, 26:26, að loknum 60 mínútna leik. Stjarnan var marki yfir í hálfleik, 13:12.


Þar með lauk átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Engin rimma átta liða úrslita fór í oddaviðureign. Á síðasta tímabili fór ein viðureign átta liða úrslita í oddaleik, þegar Afturelding og Stjarnan áttust við.

Valur leikur við Aftureldingu í undanúrslitum Olísdeildar. Í hinni viðureign undanúrslita mætast FH og Fram.

Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 7/3, Jóel Bernburg 6, Ísak Logi Einarsson 6, Egill Magnússon 4, Matthías Dagur Þorsteinsson 1, Daníel Karl Gunnarsson 1, Pétur Árni Hauksson 1, Jóhannes Bjørgvin 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 16/2, 34,8% – Daði Bergmann Gunnarsson 0.

Mörk Vals: Bjarni í Selvindi 6, Þorgils Jón Svölu Baldursson 5, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5/1, Viktor Sigurðsson 4, Allan Norðberg 2, Daníel Montoro 2, Agnar Smári Jónsson 2, Magnús Óli Magnússon 2, Róbert Aron Hostert 2, Ísak Gústafsson 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 19, 40,4%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -