Snorri Steinn Guðjónsson landsliðþjálfari karla í handknattleik segir helstu vangaveltur sínar hafu snúist um val á markvörðum fyrir vináttuleikina við Þýskalandi í Nürnberg og München í lok þessa mánaðar og í byrjun nóvember. Niðurstaðan hafi verið að velja tvo markverði með Viktori Gísla Hallgrímssyni, þá Ágúst Elí Björgvinsson og Björgvin Pál Gústavsson.
Einnig segist Snorri hafa velt vöngum yfir bakvarðarstöðunni vinstra megin í vörninni. Aron Pálmarsson og Janus Daði Smárason sem hafa leyst þá stöðu verða ekki með. Aron er hættur í handbolta og Janus Daði er meiddur. Niðurstaðan hafi verið sú að velja Stiven Tobar Valencia og láta hann reyna sig í þeirri stöðu.
Lengra viðtal við Snorra Stein um valið er að finna hér fyrir neðan.
Sjá hópinn: Snorri Steinn hefur valið Þýskalandsfarana