- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vantaði stundum meiri aga í sóknarleikinn

Ómar Ingi Magnússon fyrir liði íslenska landsliðsins í handknattleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Þetta var þokkalegt hjá okkur en við gerðum of mörg mistök. Fyrir vikið náðum við ekki að slíta þá alveg frá okkur, sérstakalega í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var betri og þá gerðum við út um leikinn,“ sagði Ómar Ingi Magnússon í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Georgíumönnum í Tíblisi í dag, 30:25, í annarri umferð undankeppni EM karla í handknattleik.


„Fyrst og fremst var gott að vinna leikinn og klára þetta tveggja leikja verkefni vel og vera með tvo sigra að þeim loknum. Það tek ég helst með úr þessu,“ sagði Ómar sem fékk rautt spjald nærri 10 mínútum fyrir leikslok þegar hann kastaði boltanum í höfuð markvarðar Georgíu úr vítakasti. Ómar Ingi sagði ekkert hafi verið við rauða spjaldinu að segja.

„Við gáfum Georgíumönnum fjögur til fimm hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Það er eitt þeirra atriða sem við verðum að laga, það er að fækka einföldum mistökum okkar í sókninni.

„Varnarleikur og markvarsla var á hinn bóginn fín hjá okkur. Mér fannst við hafa svör við öllu því sem Georgíumenn voru að gera. Sennilega vantaði meira aga framá við lengi vel en var í lagi þegar við vorum með einbeitingu í lagi,“ sagði Ómar Ingi og bætti við sem fyrirliði að góð barátta væri í mönnum og liðsandinn mjög góður.

Skipulagið er gott en mikilvægast af öllu er tveir sigurleikir,“ sagði Ómar Ingi Magnússon fyrirliði íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is í Tíblisi í kvöld.

Undankeppni EM karla “26: úrslit leikja

Um margt svipaður leikur og á miðvikudaginn

Fékk meira af léttum skotum af því að vörnin var góð

Strákarnir okkar unnu öruggan sigur á Georgíu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -