„Þetta var bara mjög lélegt hjá okkur í dag, ekki síst í fyrri hálfleik þegar við vorum bara ekki með og fengum á okkur 21 mark sem er óvenjulegt því við höfum staðið fínar varnir í flestum leikjum í vetur,“ sagði Sigurður Bragason þjálfari ÍBV eftir fjögurra marka tap liðsins, 34:30, fyrir ÍR í Olísdeild kvenna í Skógarseli í dag.
„Hvernig við spiliðum fyrri hálfleikinn fór alveg með vonir okkar. Við gerðum betur í síðari hálfleik þannig að úr varð smáleikur. Við töpum með fjórum mörkum og fórum til dæmis með þrjú vítaköst,“ sagði Sigurður sem tilkynnti í vikunni að hann hætti þjálfun Eyjaliðsins í vor eftir sjö ár.
ÍBV er næst neðst í Olísdeildinni eins og áður, tveimur stigum á undan Gróttu. Sigurður segir liðið þurfa tvö stig til þess að forðast fall og eiga þá möguleika á að halda sæti sínu í gegnum umspil.
Mikið lengra viðtal við Sigurð er að finna í myndskeiði hér fyrir ofan.
ÍR-ingar eru komnir upp að hlið Selfyssinga