Hornamennirnir Daníel Montoro hjá Val og FH-ingurinn Kristófer Máni Jónasson fóru á kostum þegar lið þeirra mættust í Olísdeild karla í handknattleik. Kristófer Máni, sem gekk til liðs við FH frá Val í haust, skoraði fimm frábær mörk úr jafnmörgum skotum.
Líður greinilega vel í hvítu treyjunni
„Hann var ekki hræddur við fyrrverandi æfingafélaga sinn í þessum leik,“ sagði Ásbjörn Friðriksson sérfræðingur Handboltahallarinnar þegar fjallað var um frammistöðu Kristófers Mána. „Hann hefur leikið mjögvel eftir að hafa komið til FH. Honum líður greinilega vel í hvítu treyjunni,“ sagði Ásbjörn enn fremur.
Daníel er mjög öflugur
„Daníel er mjög öflugur. Hann hefur átt frábært tímabil,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir sérfræðingur Handboltahallarinnar um Daníel Montoro, ungan hornamann Vals, sem skoraði einnig fimm mörk í tilteknum leik. „Hann skorar mörk af öllum regnboganslitum. Hornamaður sem á framtíðina fyrir sér,“ sagði Rakel Dögg enn fremur.
Myndskeið með mörkum Kristófers og Daníels og umræðum um þá er að finna í myndskeiði hér fyrir neðan.
Olísdeild karla, 14. umferð í kvöld:
Vestmannaeyjar: ÍBV – FH, kl. 18.
N1-deildin: Valur – Þór, kl. 18.30.
Skógarsel: ÍR – Haukar, kl. 19.
Kórinn: HK – Stjarnan, kl. 19.30.



