Handknattleiksmaðurinn Janus Daði Smárason sást á leið inn á íþróttasvæði spænska stórliðsins Barcelona í handknattleik í dag í fylgd með manni frá félaginu. Telja má líklegt að Janus Daði hafi verið mættur til Barcelona í þeim tilgangi að skrifa undir samning sinn við félagið. Fregnir bárust í haust um að samkomulag væri svo sem í höfn á milli Katalóníuliðsins og Janusar Daða.
Janus Daði sagður á leiðinni til Barcelona
Heimildir handbolta.is herma að samningur hafi legið fyrir þegar Janus Daði meiddist á hné fyrir um mánuði. Aðeins hafi skort undirskrift Janusar Daða og forráðamanna félagsins. Spurningin er sú hvort síðasti endinn hafi verið hnýttur í höfuðstöðvum Barcelona á Nou Camp í dag?

Vegna meiðsla sem Janus Daði varð fyrir í kappleik fyrir nærri mánuði getur hann ekki leikið með íslenska landsliðinu gegn Þýskalandi á morgun og á sunnudaginn.
Krossbandið er heilt – Janus Daði verður klár í slaginn fyrir EM í janúar




