- Auglýsing -
- Auglýsing -

Var mjög gaman að spila í kvöld

Viktor Gísli Hallgrímsson að verja eit af 19 skotum sínum í leiknum í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Það var bara gaman að spila í kvöld. Mér gekk líka vel,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins sem fór á kostum í marki íslenska landsliðsins í handknattleik gegn Færeyingum í vináttuleik í Laugardalshöll í kvöld. Hann varði 19 skot, þar af tíu í síðari hálfleik þegar Færeyingum tókst aðeins að skora níu mörk í leik sem íslenska landsliðið vann með 15 marka mun, 39:24.

Vorum lengi í gang

„Við vorum kanski svolítið lengi í gang, ekki síst varnarlega en um leið og menn fór að hlaupa tókst okkur að leika eins við stefnum á. Þá gáfu Færeyingarnir eftir,“ sagði Viktor Gísli sem lék í marki íslenska liðsins frá upphafi til enda. Hann vann hug og hjörtu áhorfenda með frammstöðu sinni. Staðan í hálfleik var 20:15 fyrir Ísland.

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður átti stórleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Við erum gott teymi

„Ég var mjög ánægður með vörnina. Ég næ mjög vel saman með Ýmir, Elliða, Elvari og Arnari. Við erum gott teymi. Mér leið vel en hefði viljað verja fleiri hornaskot. Annars er ég mjög sáttur,“ sagði Viktor Gísli.

Spurður hvort það væri miklar áherslubreytingar í vörninni með nýjum landsliðþjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni, svaraði Viktor Gísli:

Eigum að keyra hratt fram

„Við eigum að keyra hratt fram um leið og við vinnum boltann. Við fáum hinsvegar að ráða aðeins okkar málum í vörninni. Strákarnir eiga að spila eins þeim líður vel að spila og eru vanir að gera. Breytingarnar eru ekki miklar þegar við stillum upp í vörn frá því sem áður var.

Ég þarf að senda meira fram, skora meira og verja meira úr hornum,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður léttur í bragði í samtali við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -