- Auglýsing -
- Auglýsing -

Var pínu ryðgaður – allir Íslendingarnir í 8-liða úrslit

Bjarni Ófeigur Valdimarsson t.h. við komuna til Skövde undir lok síðasta árs. Mynd/IFK Skövde
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék sinn fyrsta leik í þrjá mánuði með Skövde í gær þegar liðið vann öruggan sigur á Alingsås í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, 32:24. Sigurinn tryggði Skövde fjórða sæti deildarinnar á kostnað Alingsås sem hafnar í fimmta sæti. Liðin mætast þar með í 8-liða úrslitum um sænska meistaratitlinn sem hefst 17. mars.

„Ég var pínu ryðgaður enda þrír mánuðir síðan ég spilaði síðast og svo að segja nýbyrjaður að æfa aftur með liðinu,“ sagð Bjarni Ófeigur við handbolta.is í gær. Hann skorað eitt mark og átti eina stoðsendingu.


Aron Dagur Pálsson var aldrei þessu vant ekki með Alingsås í leiknum í gær. Sennilega fyrsti leikurinn sem hann missir af á leiktíðinni sem hefur verið löng og ströng hjá Alingsås sem hefur verið með í Evrópudeildinni samhliða keppni í sænsku úrvalsdeildinni. Sama hefur verið upp á teningnum hjá öðru Íslendingaliði, IFK Kristianstad.

Sendu skilboð

Leikmenn IFK Kristianstad sýndu tennurnar og unnu næst efsta lið deildarinnar, Malmö, með átta marka mun, 35:27, á heimavelli. Kristianstad hafnaði í sjötta sæti deildarinnar og mætir Malmö-liðinu í átta liða úrslitum. Tapið gerði að verkum að Malmö, sem missti af deildarmeistaratitlinum, féll niður í þriðja sæti þegar deildarkeppnin var gerð upp.


Ólafur Andrés Guðmundsson var besti leikmaður Kristianstad í leiknum í gær samkvæmt einkunnargjöf í deildarkeppninni. Hann skoraði m.a. sex mörk í níu skotum. Teitur Örn Einarsson átti einnig stórgóðan leik og skoraði fjögur mörk.

Frábær leikur hjá Daníel

Daníel Freyr Andrésson, markvörður, og samherjar í Guif náðu að krækja í áttunda og síðasta sæti deildarinnar og verða þar með þátttakendur í úrslitakeppninni. Guif vann IFK Ystads HK, 31:25. Daníel Freyr stóð í marki Guif allan leikinn og varði 13 skot, 37,1% hlutfallsmarkvarslan. Einnig gerði Daníel Freyr sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk.


Lokastaðan:
Sävehof 42(28), Ystads IF 40(28), Malmö 40(28), Skövde 36(28), Alingsås 35(28), Kristiandstad 34(28), Lugi 31(28), Guif 27(28) – Hallby 25(28), IFK Ystads 23(28), Önnereds 19(28), Redbergslid 18(28), Aranäs 18(28), – Varberg 17(28), Helsingborg 15 (28).

Í 8-liða úrslitum mætast:
IK Sävehof–Eskilstuna Guif
Ystads IF–Lugi HF
HK Malmö–IFK Kristianstad
IFK Skövde–Alingsås HK
Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

Leikdagar 8-liða úrslita:
1.umferð: 17.– 21. mars.
2.umferð: 24. – 26. mars.
3.umferð: 28. –29. mars.
4.umferð: 31. mars.
5.umferð: 5. – 6. apríl.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -