- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Var við ramman reip að draga í Braila

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals leggur á ráðin. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Það var við ramman reip að draga í þessum leik. Mjög erfiður leikur gegn afar öflugum andstæðingi sem hafði bætt tveimur landsliðsmönnum í hópinn í dag frá síðasta leik. Aðstæðurnar voru erfiður ofan á annað,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals eftir 16 marka tap Íslandsmeistaranna fyrir rúmenska liðinu HC Dunara Braila, 30:14, í síðari viðureign liðanna í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik í Braila í Rúmeníu í dag.


Valur var sex mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14:8, í keppnishöllinni í Braila sem var fullsetin, 2.100 áhorfendur. Valur tapaði samanlagt, 60:43, í tveimur viðureignum og er úr leik í keppninni.

„Ég er svekktur yfir leik okkar. Frammistaðan var ekki góð. Vissulega er Dunara-liðið sterkara. Til dæmis gerðum við okkur sek um alltof mörg mistök í sóknarleiknum þar sem við töpuðum boltanum oft á einfaldan hátt með þeim afleiðingum að okkur var refsað fyrir með hraðaupphlaupum. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af hinum raunverulega mun sem er á liðunum vegna þess að við hittum á mjög slæman dag,“ sagði Ágúst Þór ennfremur við handbolta.is.

„Leikirnir voru mikill skóli fyrir okkur sem við getum vonandi nýtt þegar fram líða stundir,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals vonsvikinn.

Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Lilja Ágústsdóttir 3, Auður Ester Gestsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 7, Sara Sif Helgadóttir 6.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -