„Þetta varð full tæpt hjá okkur. Við vorum komnar með sjö marka forskot,“ sagði Harpa María Friðgeirsdóttir leikmaður Fram í viðtali við handbolta.is í dag eftir tveggja marka sigur Fram á ÍR, 32:30, í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag.
„Þetta varð erfitt hjá okkur undir lokin enda búnar að missa tvo mikilvæga leikmenn út með rautt spjald. En fyrst og fremst erum við ánægð með að vinna. Sennilega fórum við í að verja forskotið í stað þess að halda áfram að sækja,“ sagði Harpa María sem skoraði fjögur mörk úr leiknum.
Með sigrinum færðist Fram upp í fjórða sæti Olísdeildar en sendi ÍR niður í fimmta sætið.
Lengra viðtal við Hörpu Maríu er í myndskeiði hér fyrir neðan.
Sætaskipti eftir óvænta spennu á lokamínútunum
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.