KA fékk annað stigið úr viðureign sinni við ÍBV í KA-heimilinu í kvöld í afar jöfnum og spennandi leik, 31:31, í 19. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. KA var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19:17
Ott Varik skoraði jöfnunarmarkið þegar hálf mínúta var til leiksloka. Hann náði frákasti eftir að Pavel Miskevich hafði varið skot Dags Árna Heimissonar. Eyjamenn áttu síðustu sóknina. Þeim tókst ekki að ná góðu færi en Andri Erlingsson reyndi á síðustu sekúndu að skora sigurmarkið úr erfiðu færi. Bruno Berart varði skotið og sá um að annað stigið væri í húsi.

KA er áfram í níunda sæti með 13 stig, þremur stigum á eftir HK sem tapaði fyrir ÍR í kvöld. ÍBV er í sjötta sæti með 20 stig.
KA var með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleik og var með tveggja marka forskot, 19:17, þegar 30 mínútur voru leiknar. Eyjamenn sóttu í sig veðrið og komust yfir, 24:22. KA jafnaði, 24:24. Eftir það var jafnt á öllum tölum.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildinni.
Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 10, Patrekur Stefánsson 8, Ott Varik 5, Einar Rafn Eiðsson 5/2, Logi Gautason 2, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 6, 22,2% – Nicolai Horntvedt Kristensen 3, 25%.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 8/4, Sveinn Jose Rivera 7, Daniel Esteves Vieira 5, Gauti Gunnarsson 3, Nökkvi Snær Óðinsson 3, Dagur Arnarsson 3, Elís Þór Aðalsteinsson 1, Andri Erlingsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 10, 26,3% – Pavel Miskevich 2/1, 40%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.