- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Veikindi og meiðsli settu strik í reikninginn í Zwickau

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Vængbrotið liði BSV Sachsen Zwickau tapaði fyrir meisturum Bietigheim 40:21, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik kvenna í gær. Díana Dögg Magnúsdóttir, lét veikindi, ekki koma í veg fyrir að taka þátt í leiknum. Hún skoraði sex mörk í sjö skotum og átti tvær stoðsendingar auk tveggja skapaðra færa í leiknum. Hún var valin besti leikmaður Zwickau-liðsins að þessu sinni.

Þrír samherjar Díönu Daggar voru fjarverandi vegna meiðsla og aðrar þrjár voru heima vegna veikinda en flensa herjar í Zwickau þessa dagana eins og víða annarstaðar.

BSV Sachsen Zwickau tókst að halda í við meistara Bietigheim framan af viðureignarinnar í gærkvöld. Staðan var 17:12 eftir fyrri hálfleik, Bietigheim í vil. Í síðari hálfleik var um einstefnu að ræða að hálfu lands- og bikarmeistaranna. “Við höfðum bara ekki krafta í nema annan hálfleikinn í þessu ástandi sem er á liðinu um þessar mundir,” sagði Díana sem vann einnig þrjú vítaköst.

Díana Dögg og samherjar eiga aðeins einn leik eftir fram að HM-hléi. Þær fá liðsmenn Benshem-Auerbach í heimsókn á næsta miðvikudag. Eftir leikinn tekur Díana Dögg stefnuna heim til móts við samherja í landsliðinu og verður með þeim á heimsmeistaramótinu sem hefst í lok lok mánaðarins í Stavangri, alltént riðill íslenska landsliðsins.

Tveir leikir eftir hjá Söndru

Sandra Erlingsdóttir og liðsmenn TuS Metzingen áttu ekki leik í gær. Metzingen leikur næst gegn Oldeburg á miðvikudaginn eftir tæpa viku á útvelli og sækir síðan Bad Wildungen Vipers heim laugardaginn 18. nóvember í kvöldleik sem hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma. Sandra kemur heim til Íslands daginn eftir og hittir samherja sína í íslenska landsliðinu sem hefja þátttöku á HM 30. nóvember.

Stöðuna í 1. deild kvenna í Þýskaland og í fleiri deildum Evrópu er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -