- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verð ekki rólegur næstu daga

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Mynd/Einar Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Ég er ánægður með sigurinn og við lékum vel. Eitthvað hefði mátt ganga betur í síðari hálfleik en á þeim tíma fór Björgvin að verja vel í Haukamarkinu á sama tíma og Martin datt aðeins niður. Mjög snögg leikgreining segir manni ef til vill að þar hafi munurinn legið á milli hálfleika,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir þriggja marka sigur á Haukum, 32:29, í fyrri úrslitaleik liðanna í Origohölll Valsara í kvöld. Síðari viðureignin fer fram í Schenkerhöllinni á föstudaginn.


„Það var gott að ná þriggja marka mun fyrir síðari leikinn. En af fenginni reynslu þá verð ég ekki rólegur næstu daga. Er ekki staðan bara eins og menn vilja hafa þetta í svona einvígi,“ sagði Snorri Steinn ennfremur og bætti við.


„Fyrirkomulagið býður upp á að einvígið klárast á föstudaginn. Ég held að að ekki nokkur maður hafi reiknað með að úrslitin myndu liggja fyrir eftir viðureignina í kvöld. Við verðum að ýta þessum leik til hliðar því það er ljóst að við verðum að ná öðrum eins leik á föstudaginn. Þriggja marka munur er ekki neitt í þessu.


Næst mál á dagskrá er að fara gaumgæfilega yfir leikinn í kvöld. Lögum það sem betur má fara, reynum eitthvað nýtt. Þetta er eins og skák og það eru forréttindi að fá að vera með í baráttunni,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -