Dagur Gautason og félagar í norska úrvalsdeildarliðinu ØIF Arendal verða að bíta í skjaldarrendur á morgun þegar þeir mæta gríska liðinu Diomidis Argous öðru sinni í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik að loknu fjögurra marka tapi í fyrri viðureigninni í dag, 23:19, í Nea Kios í Grikklandi.
Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn ekki í hávegum hafður í Nea Kios í dag. Að vísu voru markverðir beggja liða í stuði, eins og sagt var á árum áður. Diomidis Argous var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:10. Liðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda.
Dagur skoraði þrjú mörk í fjórum skotum og var næst markahæstur leikmanna ØIF Arendal sem þekktir eru fyrir hraðan og skemmtilegan leik. Hann tókst ekki að töfra fram að þessu sinni.