„Við mættum ekki almennilega í síðari hálfleikinn, því miður. Til þess að vinna Val verðum við að leika mikið betri vörn. Valur skoraði alltof auðveldlega á okkur,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður Hauka í samtali við handbolta.is eftir sex marka tap liðsins gegn Val í Olísdeild kvenna í dag, 28:22, í N1-höllinni á Hlíðarenda. Staðan var 12:10 fyrir Val að loknum fyrri hálfleik.
Nýttum ekki færin
„Í síðari hluta fyrri hálfleiks tókst okkur að keyra virkilega vel á Valsliðið en nýttum alls ekki nógu vel þau færi sem við fengum. Á sama tíma var vörnin góð og því möguleiki á að ná upp frumkvæðinu. Við verðum bara að skoða vel þennan leik,“ sagði Elín Klara en hún var markahæst hjá Hafnarfjarðarlinu í með sjö mörk.
Bætum okkur jafnt og þétta
„Við eigum eftir að bæta okkur þegar á liður tímabilið. Ég hef fulla trú á því,“ bætti Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður Hauka en liðið hefur þegar tapaði fyrir Fram auk tapsins fyrir Val í dag. Liði nþrjú eru talin þau líklegustu til að berjast um deildarmeistaratitilinn.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.