- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðum að nýta tímann vel

- Auglýsing -

„Það er hálf ótrúlegt að maður skuli vera komin í landsliðsverkefni vegna þess að tímabilið er nýlega hafið. En það fer vel af stað,“ segir hin þrautreynda landsliðskona Steinunn Björnsdóttir þegar handbolti.is hitti hana stuttlega að máli í gær fyrir síðustu æfingu landsliðsins í handknattleik áður en það hélt í keppnisferð til Tékklands í morgun.

Framundan eru þrír leikir ytra sem eru liður í upphafi undirbúnings landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst eftir tvo mánuði.

„Við verðum að nýta tímann vel sem er framundan. Útlitið er gott,“ segir Steinunn sem komin er á fulla ferð með landsliðinu eftir að hafa fætt barn fyrir 10 mánuðum.

„Okkar markmið á næstunni er fyrst og fremst að halda áfram þar sem frá var horfið í vor við að þróa okkar leik. Meðal annars erum við að fara aðeins hærra með okkar varnarleik. Í þeim efnum eru nokkur atriði sem þarf að fínpússa og koma fleiri leikmönnum inn í leikinn. Varðandi sóknarleikinn þá verðum við að halda áfram að bæta við vopnabúrið,“ segir Steinunn.

Eftir mánuð tekur landsliðið á móti pólska landsliðinu í tveimur leikjum hér heima. Stefnan er að ná upp rífandi góðri stemningu og fylla það íþróttahús sem leikið verður í. Fleiri leikir standa fyrir dyrum í aðdraganda EM. Steinunn segir mikið lagt í undirbúninginn fyrir EM. „Við viljum vera með á stórmótum og þá verður undirbúningurinn að vera góður.“

Lengra myndskeiðsviðtal er við Steinunni efst í þessari grein.

A-landslið kvenna – fréttasíða.

Tveir mánuðir í EM – landsliðið er farið til Tékklands

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -