Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, hefur skrifað undir nýjan samning til næstu tveggja ára við bikarmeistara ÍBV. Frá þessu er greint í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV.
Theodór hefur undanfarin ár verið einn allra besti hornamaður Olísdeildarinnar og hefur verið lykilmaður hjá ÍBV á sama tíma. Hann hefur skoraði 45 mörk fyrir ÍBV í 13 leikjum í Olísdeildinni á keppnistímabilinu.
Samningurinn við Theodór er enn einn liðurinn í undirbúningi ÍBV fyrir næstu leiktíð en auk hans hafa Dagur Arnarsson, Arnór Viðarsson, Petar Jokanovic m.a. skrifað undir nýjan samninga á síðustu vikum auk þess sem ÍBV krækti nýverið í stórskyttuna Rúnar Kárason sem flytur til landsins í sumar eftir margra ára veru í Þýskalandi og Danmörku.