- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verður áfram í Kaplakrika

Egill Magnússon, FH-ingur í sóknarhug. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Stórskyttan Egill Magnússon hefur skrifað undir nýjan samning við FH sem gildir til loka leiktíðina vorið 2024. FH greindi frá þessu í tilkynningu í hádeginu.


Egill gekk til liðs við FH sumarið 2019. Hann lék upp yngri flokkana með Stjörnunni og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Garðabæjarliðinu. Egill fór ungur til Danmerkur og var með Team Tvis Holstebro á Jótlandi í tvö ár áður en hann kom heim til Íslands á nýjan leik og gekk til liðs við Stjörnuna og síðar til FH.


Egill hefur skorað 64 mörk í 16 leikjum FH í Olísdeildinni. Hann hefur verið fjarverandi vegna meiðsla í síðustu leikjum. Egill meiddist í undanúrslitaleik Coca Cola-bikarsins snemma í mars. Óvíst er hvenær hans er að vænta í slaginn á nýjan leik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -