- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verður gaman að spila úrslitaleik

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður t.v. og Björgvin Páll Gústavsson kollegi hans. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Það var mikill léttir að vinna leik og fyrir vikið getum við enn náð markmiði sem við settum okkur fyrir mótið, að komast í forkeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is í aðdraganda leiksins við Austurríki í lokaumferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik. Leikurinn hefst klukkan 14.30 í Lanxess Arena í Köln. Íslenska landsliðið þarf að vinna

„Það verður gaman að spila úrslitaleik fyrir markmiðin okkar. Markmiðið er að náð öllum saman og fá upp alvöru stemningu. Það gerir allt léttara,“ sagði Viktor Gísli sem hlakkar til leiksins við Austurríkismenn sem hafa verið með spútniklið mótsins. Austurríki hefur aðeins tapað einum leik á mótinu, gegn Frökkum í milliriðlakeppninni.

Leika oft sjö á sex

„Þeir hafa náð betur saman eftir vináttuleikina við okkur fyrir EM þegar þeir litu ekkert alltof sannfærandi út. Þeir hafa náð vel saman og fengið byr í seglin.

Austurríkismenn leika mjög mikið sjö á sex í sókninni. Ef okkur tekst að slá þá út af laginu í sjö manna sóknarleiknum eða með mörkum eftir hröð upphlaup og á meðan þeir skipta markverðinum inn þá eigum við að geta haft í fullu tré,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is.

EM 2024 – leikjadagskrá, úrslit, staðan – milliriðlar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -