- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Veszprém féll úr leik – Barcelona og Kielce í undanúrslit

Ludovic Fabregas skorar eitt marka sinna fyrir Barcelona í síðari viðureigninni við GOG í gærkvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson og samherjar í ungverska liðinu Telekom Veszprém féllu í gærkvöld úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Veszprém tapaði fyrir pólska meistaraliðinu Kielce með fjögurra marka mun í síðari viðureign liðanna, 31:27, sem fram fór í Póllandi. Kielce var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:12. Fyrri viðureign liðanna lauk með jafntefli, 29:29, í Ungverjalandi í síðustu viku.

Barcelona vann danska meistaraliðið GOG öðru sinni í átta liða úrslitum í gær, 36:31, og samanlagt með 12 marka mun, 73:61.

Þetta mun vera í sjötta sinn og annað árið í röð sem Kielce tekur þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar sem fram fer í Köln 17. og 18. júní.

Frakkar markahæstir

Bjarki Már skoraði ekki mark í leiknum í gær. Nedim Remili skorað sjö mörk fyrir Veszprém og var markahæstur. Annar franskur landsliðsmaðuri, Kentin Mahé, skoraði fimm mörk. Szymon Sicko og Alex Dujshebaev voru markahæstir hjá Kielce með sex mörk hvor.

Evrópumeistarar síðasta árs, Barcelona, Kielce, Magdeburg og PSG leika til undanúrslita í Meistaradeild Evrópu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -