- Auglýsing -
- Auglýsing -

Við ætlum okkur að skrifa söguna á morgun

Arnór Viðarsson flytur til Danmerkur í sumar. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

„Þetta eru mjög svekkjandi úrslit en við megum ekki dvelja of lengi við það. Við jöfnum okkur á tveimur til þremur klukkutímum og svörum fyrir okkur á morgun. Annað er ekki í boði,“ sagði Arnór Viðarsson einn leikmanna U21 árs landsliðs karla í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir tapið fyrir Ungverjum í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik í Berlín í dag, 37:30.

„Varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur í fyrri hálfleik og sömu söguna má segja um sóknarleikinn. Ungverjar voru oft einum fleiri framan af leiknum auk þess sem þeim tókst að fá nokkur hraðaupphlaup. Við náðum aldrei að svara fyrir það forskot sem Ungverjar náðu snemma leiks.


Á morgun verðum við að verða klókari, halda okkur inni á vellinum og fara betur með boltann. Segja má að við verðum að gera betur á öllum vígstöðvum,“ sagði Arnór ennfremur.
Arnór sagði að lagt hafi verið á ráðinn um að koma til baka í byrjun síðari hálfleiks. Því miður hafi sú ekki orðið raunin.

Algjört afhroð

„Ungverjar voru bara mjög fljótir að gera út um allar vonir á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Við reyndum að laga stöðuna undir lokin en tókst það ekki. Þetta var bara algjört afhroð,“ sagði Eyjamaðurinn alveg tæpitungulaust.

Okkar tækifæri á morgun

„Við getum skrifað söguna á morgun og ætlum okkur það. Ég reikna með að við verðum ferskir eftir að hafa náð að rúlla nokkuð vel á liðinu í dag. Tækifæri okkar verður á morgun,“ sagði Arnór Viðarsson í samtali við handbolta.is í Berlín í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -