- Auglýsing -
- Auglýsing -

Við eigum möguleika

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV og leikmenn leggja á ráðin. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„PAOK-liðið hefur tvisvar orðið grískur meistari í handknattleik kvenna á síðustu fjórum árum. Meðal leikmanna liðsins eru rússnesk handknattleikskona og tvær landsliðskonur frá Norður-Makedóníu,” sagði Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, í samtali við handbolta.is vegna tveggja leikja ÍBV við PAOK í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna á morgun og á sunnudag.


Leikirnir fara fram í Þessalóníku og hefjast klukkan 13 báða daga. „Ég sé ekki betur en að um hörkulið sé að ræða. Af upptökum að dæma þá virðist styrkleikinn vera svipaður og hér á landi. Ég tel okkur eiga möguleika á að vinna og komast áfram þótt PAOK-liðið sé skráð í styrkleikaflokk fyrir ofan okkur,” sagði Sigurður sem er að vanda hvergi banginn.


„Ég hef aðeins náð að kynna mér út í hvað við erum að fara. PAOK er stærsta íþróttafélag Grikklands utan félaganna í Aþenu og hefur innan sinna vébanda margar íþróttagreinar,” sagði Sigurður sem þreytir frumraun sína sem þjálfari liðs í Evrópukeppni að þessu sinni.

Erum að breyta leiknum

„Við erum að reyna að breyta leiknum með því að senda kvennalið okkar til leiks þegar kostur er á, líkt og við höfum gert þegar karlaliðið hefur unnið sér sæti í Evrópukeppni. Það er gaman að taka þátt í Evrópukeppni, leikmenn öðlast góða reynsla sem hjálpar okkur öllum auk þess sem þetta þjappar hópnum saman. Við höfum unnið mikið fyrir þessa keppni,” sagði Sigurður sem horfir vongóður áfram veginn enda segir hann þátttöku í Evrópukeppni til þess fallna að styrkja kvennahandboltann hér á landi.

Er ekki loðnuvertíð framundan?

„Það er ákveðinn standard yfir mörgum á þessari leiktíð með því að senda kvennaliðin í Evrópukeppni og leyfa leikmönnum að komast í snertingu við Evrópuboltann. Við sendum lið í Evrópukeppni, Valur og KA/Þór líka. Þetta gera menn þótt öll félög séu á hausnum og engin þjóðhátíð hjá okkur. Við berjumst áfram, er ekki loðnuvertíð framundan?” spurði Eyjamaðurinn Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, hress að vanda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -