- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Við vöðum bara í þetta dæmi“

U18 ára landsliðið sem tekur þátt í EM næstu daga. Efri röð f.v.: Dagur Árni Heimisson, Harri Halldórsson, Dagur Leó Fannarsson, Ævar Smári Gunnarsson, Ingvar Dagur Gunnarsson, Garðar Ingi Sindrason, Nathan Doku Helgi Assaru, Jens Bragi Bergþórsson. Fremri röð f.v.: Bernard Kristján Owusu Darkho, Daníel Montoro, Stefán Magni Hjartarson, Elías Sindri Pilman, Jens Sigurðarson, Antonie Óskar Pantano, Magnús Dagur Jónatansson, Ágúst Guðmundsson. Mynd/HSÍ/MKJ
- Auglýsing -

„Það er mikill hugur í okkur. Markmiðið er ljóslega að ná efsta sæti riðilsins,“ segir Heimir Ríkarðsson annar þjálfari U18 ára landsliðs karla í handknattleik sem hefur keppni á Evrópumótinu í Svartfjallalandi síðdegis á morgun. Íslenski hópurinn hélt af landi brott rétt eftir miðnætti og er væntanlegur á hótel í Podgorica í Svartfjallalandi upp úr hádeginu í dag.

Auk Heimis er Patrekur Jóhannesson þjálfari U18 ára landsliðsins. Fyrsti leikurinn verður gegn Færeyingum á morgun klukkan 17.30. Eftir það tekur við viðureign við Ítalíu á fimmtudaginn. Þriðji og síðasti leikur riðlakeppninnar verður gegn heimaliðinu, Svartfellingum, á laugardaginn.

Eins og á U20 ára

Alls taka 24 landslið þátt í mótinu. Þau verða í sex fjögurra liða riðlum á fyrsta stigi mótsins. Efsta lið í hverjum riðli kemst áfram í átta liða úrslit auk tveggja liða sem hafna í öðru sæti, eitt úr A, B og C-riðlum og eitt úr D, E, og F-riðlum. Sama fyrirkomulag og var á EM 20 ára landsliða í síðasta mánuði þar sem íslenska landsliðið hreppti 7. sætið.

„Þetta fyrirkomulag þýðir að menn verða að vera á tánum í öllum leikjum,“ sagði Heimir sem hlakkar til mótsins eftir langan undirbúning síðustu vikur.

Allt einhver óvissa

„Við vitum lítið sem ekkert um ítalska og svartfellska liðið en sem betur fer höfum við tækifæri til þess að sjá leiki hjá þessum liðum áður við mætum þeim. Færeyska liðið þekkjum við betur og það er gott eins og önnur færeysk landslið um þessar mundir,“ sagði Heimir sem nokkuð rennir blint í sjóinn eins og stundum áður þegar lagt er af stað til þátttöku á yngri landsliða mótum. Heimir er ekkert óvanur þeim enda búin að vera viðriðinn yngri landslið Íslands í meira en þrjá áratugi.

Góð æfingaferð

„Við fórum í fína æfingaferð til Ungverjalands í lok júlí þar sem við lékum þrjá góða leiki og æfðum auk þess við góðar aðstæður. Brutum aðeins upp æfingaferlið heima sem var gott.
Nú er komið að aðal mótinu. Strákarnir hafa æft vel síðustu vikur. Þeir eru spenntir. Við vöðum bara í þetta dæmi,“ segir Heimir Ríkarðsson annar þjálfara U18 ára landsliðsins.

Leikir Íslands í F-riðli:
Ísland – Færeyjar, 7. ágúst, kl. 17.30.
Ítalía – Ísland, 8. ágúst, kl. 17.30
Ísland – Svartfjallaland, 10. ágúst kl. 15.
– leiktímar færðir til klukkunnar á Íslandi.

Leikirnir verða sendir út gegn endurgjaldi á: https://handball-globe.tv
-handbolti.is mun eftir megni fylgjast með framvindu íslenska liðsins á mótinu.

Sjá einnig: EMU18 karla: Leikir, úrslit og staðan, riðlakeppni

Íslenski hópurinn á EM18

Markverðir:
Elías Sindri Pilman, Odder/BMI.
Jens Sigurðarson, Val.
Aðrir leikmenn:
Antoine Óskar Pantano, Gróttu.
Ágúst Guðmundsson, HK.
Bernhard Kristján Owusu Darkoh, ÍR.
Dagur Árni Heimisson, KA.
Dagur Leó Fannarsson, Val.
Daníel Montoro, Val.
Garðar Ingi Sindrason, FH.
Harri Halldórsson, Aftureldingu.
Ingvar Dagur Gunnarsson, FH.
Jens Bragi Bergþórsson, KA.
Magnús Dagur Jónatansson, KA.
Nathan Doku Helgi Asare, ÍR.
Stefán Magni Hjartarson, Aftureldingu.
Ævar Smári Gunnarsson, Aftureldingu.

Heimir Ríkarðsson, þjálfari.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari.
Magnús Ingi Stefánsson, markvarðaþjálfari.
Lúðvík Már Matthíasson, sjúkraþjálfari.
Magnús Kári Jónsson liðs- og fararstjóri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -