- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Við vorum bara ekki klárir

Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss. Mynd/ÁÞG
- Auglýsing -

„Það var margt sem fór úrskeiðis. Bæði sóknarlega og varnalega vorum við bara ekki klárir. Við vorum passífir varnarlega og sóknarlega var bara of mikið hnoð,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, í samtali við handbolta.is í kvöld er hann var inntur eftir sínum fyrstu viðbrögðum eftir sjö marka tap, 32-25, gegn Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Selfoss situr þar með áfram á botni Olís-deildar karla með fjögur stig eftir ellefu umferðir.


„Menn voru einfaldlega ekki alveg mættir til leiks í dag, það bara sýndi sig. Fullt af einhverjum aulamistökum, sem við vorum að gera og það er ekki eitthvað sem við getum boðið Gróttu upp á. Þeir nýta sér það,“ sagði Þórir sem sagðist þar að auki, aðspurður, geta tekið lítið sem ekkert gott úr leiknum í kvöld.

Uppskera Selfyssinga hefur verið rýr eftir 11 leiki, aðeins tveir sigurleikir og níu töp. Aðspurður um hvað hafi helst farið úrskeiðis í vetur sagði Þórir að væri helst í grunninn sóknarleikurinn sem hefur verið að klikka. „Það er svona stutta svarið en það er auðvitað margt annað í þessu, sem er erfitt að fara fyrir yfir hérna,” bætti Þórir Ólafsson við að lokum, vitanlega vonsvikinn með tapið.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -