- Auglýsing -
Íslendingatríóið hjá norska B-deildarliðinu Volda fagnaði í dag þegar liðið vann Reistad á útivelli, 22:20, eftir að hafa snúið leiknum sér í hag í síðari hálfleik. Reistad var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10:8.
Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði tvö af mörkum Volda-liðsins sem leikur undir stjórn Halldórs Stefáns Haraldssonar og Hilmars Guðlaugssonar.
Volda hefur aðeins leikið tvo leiki fram til þessa í deildinni og unnið þá báða. Orðið hefur að fresta a.m.k. einum leik hjá Volda eftir að grunur um kórónuveirusmit kom upp í herbúðum andstæðinganna.
- Auglýsing -