- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó ætlar að skjóta rótum í Leipzig

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður SC DHfK Leipzig . Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Tilkynnt var í kvöld við gríðarlegan fögnuð 4.000 áhorfenda í keppnishöllinni í Leipzig að íslenski landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson hafi skrifað undir nýjan samning við SC DHfK Leipzig sem gildir til 30. júní 2027. Viggó kom til félagsins á síðasta sumri frá Stuttgart og hefur slegið í gegn hjá stuðningsmönnum en ekki síður innan vallar. Hann er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 135 mörk.


Viggó leikur ekki fleiri leiki á keppnistímabilinu eins og handbolti.is sagði frá fyrr í vikunni. Viggó reif vöðva í læri í kappleik fyrir viku og verður frá keppni næstu mánuði.


Eins og áður segir kom Viggó til Leipzig á síðasta sumri. Var það í annað sinn sem hann gekk til liðs við félagið. Hann gerði stuttan stans árið 2019 en var seldur til Wetzlar. Frá Wetzlar fór Viggó til Stuttgart sumarið 2020. Áður en Seltirningurinn flutti til Þýskalands lék hann í eitt ár í Danmörku og í tvö ár hjá West Wien í Vínarborg.


Viggó, sem er 29 ára gamall á að baki 43 A-landsleiki sem hann hefur skorað í 107 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -