Viggó Kristjánsson lék í kvöld sinn fyrsta leik með HC Erlangen eftir að hafa gengið til liðs við félagið um áramótin. Vegna heimsmeistaramótsins og síðar meiðsla í kjölfar mótsins þá hefur Viggó ekki leikið með liðinu fyrr en nú. Hann skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar í sjö marka tapi á heimavelli, 31:24, fyrir Gummersbach.
Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach. Teitur Örn Einarsson lék ekki með liðinu. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach sem er í 7. sæti þýsku 1. deildarinnar með 26 stig eftir 22 leiki.
Erlangen er sem fyrr í vandræðum í næst neðsta sæti með sex stig eftir 22 leiki. Bietigheim er næst fyrir ofan með 10 stig eftir sigur á Potsdam í kvöld, 30:28.
Flensburg vann THW Kiel á heimavelli, 36:33.
Staðan í þýsku 1. deildinni: