- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó lék við hvern sinn fingur í stórsigri

Viggó Kristjánsson leikmaður Leipzig og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik átti sannkallaðan stórleik í kvöld þegar hann skoraði 13 mörk og átti fimm stoðsendingar er SC DHfK Leipzig vann Bergischer HC á heimavelli, 33:22. Þrjú markanna skoraði Viggó frá vítapunktinum þar sem hann geigaði einu sinni.

SC DHfK Leipzig tók völdin í leiknum strax í upphafi og hafði talsverða yfirburði allt til leiksloka með Seltirninginn í miklum ham.

Sigurinn var Leipzig-liðinu afar mikilvægur eftir magra tíma við stigasöfnun síðustu vikurnar. Erfiðleika Bergischer HC halda á hinn bóginn áfram. Liðið er í 16. sæti af 18 liðum með 13 stig eins og Eisenach sem er í 17. sæti. Leipzig færðist upp í 12. sæti með 17 stig.

Andri Már Rúnarsson skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Leizpig en faðir hans, Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið. Arnór Þór Gunnarsson er aðstoðarþjálfari Bergischer.

Innsiglaði sigurinn

Elvar Örn Jónsson tryggði Melsungen sigur á heimavelli gegn Eisenach, 27:26. Það var eitt af fimm mörkum Selfyssingsins. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk. Melsungen er í fimmta sæti með 31 stig.

Hannover-Burgdorf er áfram í sjötta sæti fjórum stigum á eftir Melsungen. Hannover-Burgdorf vann Stuttgart á heimavelli í kvöld, 33:30. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Í síðasta leik kvöldsins í þýsku 1. deildinni vann HSV Hamburg liðsmenn Rhein-Neckar Löwen, 36:34, í Mannheim. Ýmir Örn Gíslason var á meðal leikmenn Rhein-Neckar Löwen.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -