- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó markahæstur á EM – Aron í þriðja sæti frá upphafi

Viggó Kristjánsson leikmaður Leipzig og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson varð markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik 2024. Viggó skoraði 34 mörk í sjö leikjum, eða rétt tæp fimm mörk að jafnaði í leik. Hann skorðaði í öllum leikjum íslenska landsliðsins á mótinu. Fæst mörk skoraði Viggó, eitt, í sigurleik á Svartfellingum, 31:30, í Ólympíuhöllinni í München 14. janúar. Flest mörk í leik skoraði Viggí tveimur dögum síðar, átta mörk, í tapleik fyrir Ungverjum, 33:25, einnig í fyrrgreindri Ólympíuhöll.

Situr í 13. sæti

Alls hefur Viggó skoraði 54 mörk á þremur Evrópumótum í 22 leikjum. Hann er 13. markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi í lokakeppni EM.

Aron Pálmarsson hefur skorað 150 mörk í 44 leikjum í lokakeppni EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Aron rauf 150 marka múrinn

Næstur á eftir Viggó á EM 2024 varð Aron Pálmarsson, fyrirliði, með 25 mörk. Hann hefur þar með skorað 150 mörk fyrir landsliðið í lokakeppni EM og er þriðji markahæsti frá upphafi. Aron komst upp fyrir landsliðsþjálfarann Snorra Stein Guðjónsson sem var í þriðja sæti fyrir mótið með 143 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson, 288 mörk, og Ólafur Stefánsson 184 mörk er í tveimur efstu sætunum.

Tveir jafnir í þriðja sæti

Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson voru næstir á eftir Viggó og Aroni með 21 mark hvor.

Markahæstu leikmenn Íslands á EM karla:

Ár:leikmaður:mörk:leikir:
2024Viggó Kristjánsson347
2022Ómar Ingi Magnússon588
2020Alexander Petersson237
Aron Pálmarsson237
Bjarki Már Elísson237
2018Guðjón Valur Sigurðsson143
Ólafur A. Guðmundsson143
2016Guðjón Valur Sigurðsson173
2014Guðjón Valur Sigurðsson447
2012Guðjón Valur Sigurðsson416
2010Arnór Atlason398
2008Guðjón Valur Sigurðsson346
2006Snorri Steinn Guðjónsson426
2004Ólafur Stefánsson213
2002Ólafur Stefánsson588
2000Valdimar Grímsson416
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -