Viggó Kristjánsson varð markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik 2024. Viggó skoraði 34 mörk í sjö leikjum, eða rétt tæp fimm mörk að jafnaði í leik. Hann skorðaði í öllum leikjum íslenska landsliðsins á mótinu. Fæst mörk skoraði Viggó, eitt, í sigurleik á Svartfellingum, 31:30, í Ólympíuhöllinni í München 14. janúar. Flest mörk í leik skoraði Viggí tveimur dögum síðar, átta mörk, í tapleik fyrir Ungverjum, 33:25, einnig í fyrrgreindri Ólympíuhöll.
Situr í 13. sæti
Alls hefur Viggó skoraði 54 mörk á þremur Evrópumótum í 22 leikjum. Hann er 13. markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi í lokakeppni EM.
Aron rauf 150 marka múrinn
Næstur á eftir Viggó á EM 2024 varð Aron Pálmarsson, fyrirliði, með 25 mörk. Hann hefur þar með skorað 150 mörk fyrir landsliðið í lokakeppni EM og er þriðji markahæsti frá upphafi. Aron komst upp fyrir landsliðsþjálfarann Snorra Stein Guðjónsson sem var í þriðja sæti fyrir mótið með 143 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson, 288 mörk, og Ólafur Stefánsson 184 mörk er í tveimur efstu sætunum.
Tveir jafnir í þriðja sæti
Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson voru næstir á eftir Viggó og Aroni með 21 mark hvor.
Markahæstu leikmenn Íslands á EM karla:
Ár: | leikmaður: | mörk: | leikir: |
2024 | Viggó Kristjánsson | 34 | 7 |
2022 | Ómar Ingi Magnússon | 58 | 8 |
2020 | Alexander Petersson | 23 | 7 |
Aron Pálmarsson | 23 | 7 | |
Bjarki Már Elísson | 23 | 7 | |
2018 | Guðjón Valur Sigurðsson | 14 | 3 |
Ólafur A. Guðmundsson | 14 | 3 | |
2016 | Guðjón Valur Sigurðsson | 17 | 3 |
2014 | Guðjón Valur Sigurðsson | 44 | 7 |
2012 | Guðjón Valur Sigurðsson | 41 | 6 |
2010 | Arnór Atlason | 39 | 8 |
2008 | Guðjón Valur Sigurðsson | 34 | 6 |
2006 | Snorri Steinn Guðjónsson | 42 | 6 |
2004 | Ólafur Stefánsson | 21 | 3 |
2002 | Ólafur Stefánsson | 58 | 8 |
2000 | Valdimar Grímsson | 41 | 6 |