- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó markahæstur í fyrsta sinn – sigurleikir eru orðnir 64

Viggó Kristjánsson varð markahæstur Íslendinga á HM að þessu sinni. Hér fagna Viggó einu markanna. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson varð markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik en þátttöku Íslands á mótinu lauk í gær eftir fimm sigra og eitt tap í 9. sæti. Viggó skoraði 32 mörk í sex leikjum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann skorar flest mörk Íslendinga á heimsmeistaramóti. Næstur á eftir Viggó er Orri Freyr Þorkelsson með 27 mörk og þar á eftir Aron Pálmarsson með 20 mörk.


Viggó var að taka þátt í HM í þriðja sinn. Alls hefur hann skorað 63 mörk í 17 leikjum á HM.

Þeir skoruðu mörkin:
Viggó Kristjánsson 32, Orri Freyr Þorkelsson 27, Aron Pálmarsson 20, Óðinn Þór Ríkharðsson 16, Janus Daði Smárason 14, Elliði Snær Viðarsson 11, Gísli Þorgeir Kristjánsson 10, Sigvaldi Björn Guðjónsson 10, Elvar Örn Jónsson 8, Bjarki Már Elísson 7, Teitur Örn Einarsson 5, Ýmir Örn Gíslason 5, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Haukur Þrastarson 3, Sveinn Jóhannsson 2, Björgvin Páll Gústavsson 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Viktor Gísli Hallgrímsson 1.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði 27 mörk á sínu fyrsta HM. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
Alls skoraði íslenska landsliðið 180 mörk á mótinu en fékk á sig 135. Þar með Ísland skoraði 3.690 mörk í 144 leikjum á HM frá 1958 en fengið á sig 3.539 mörk. Sigurleikirnir eru samanlagt 64, jafnteflin 7 og töpin 73.
Ísland hafnaði í 9. sæti á HM. Á 2023 hlaut Ísland 12. sætið.


Markakóngar Íslands á HM frá 1958 til 2025:
(Ár: nafn, mörk/leikir).
2025: Viggó Kristjánsson, 32/6.
2023: Bjarki Már Elísson, 45/6.
2021: Bjarki Már Elísson, 39/6.
2019: Arnór Þór Gunnarsson, 37/6.
2017: Rúnar Kárason, 29/6.
2015: Guðjón Valur Sigurðsson, 31/6.
2013: Guðjón Valur Sigurðsson, 41/6.
2011: Alexander Petersson, 53/9.
2007: Guðjón Valur Sigurðsson, 66/10.
2005: Guðjón Valur Sigurðsson, 31/5.
2003: Ólafur Stefánsson, 58/9.
2001: Ólafur Stefánsson, 32/6.
1997: Valdimar Grímsson, 52/9.
1995: Valdimar Grímsson, 34/6.
1993: Sigurður V. Sveinsson, 37/7.
1990: Alfreð Gíslason, 32,7.
1986: Kristján Arason, 42/6.
1978: Axel Axelsson, 14/3.
1974: Axel Axelsson, 18/3.
1970: Geir Hallsteinsson, 19/6.
1964: Gunnlaugur Hjálmarsson, 11/3.
1961: Gunnlaugur Hjálmarsson, 22/6.
1958: Birgir Björnsson, 13/3.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -