- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó og Andri Már voru í aðalhlutverki

Viggó Kristjánsson í leik með Stuttgart á síðasta tímabili. Mynd/TVB Stuttgart
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson fóru fyrir liði Stuttgart í kvöld þegar liðið vann Erlangen með fimm mark mun, 32:27, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Viggó skoraði sjö mörk í 11 skotum og átti fjórar stoðsendingar. Andri Már lék við hvern sinn fingur. Hann skoraði fimm mörk í fimm skotum í kærkomnum sigri Stuttgartliðsins sem fór úr 17. og næst neðsta sæti upp í 15. sæti með stigunum tveimur.


Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í fimm skotum þegar Melsungen vann Rhein-Neckar Löwen á heimavelli, 25:24. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen. Arnar Freyr Arnarsson og Alexander Petersson skoruðu ekki mark fyrir Melsungen.


Daníel Þór Ingason skoraði þrjú mörk í fimm skotum og átti fimm stoðsendingar fyrir Balingen þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Göppingen, 30:26. Oddur Gretarsson lék ekki með Balingen. Hann er enn í endurhæfingu eftir aðgerð á hné í sumar. Janus Daði Smárason, leikmaður Göppingen, er einnig í endurhæfingu á öxl og kemur hugsanlega inn í lið Göppingen í desember.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -