- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó trónir áfram á toppnum

Viggó Kristjánsson skoraði átta mörk í dag. Mynd/Stuttgart
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson, leikmaður Stuttgart og landsliðsmaður, er efstur á lista yfir þá sem skorað hafa flest mörk í þýsku 1. deildinni þegar stór hluti liða í deildinni hefur lokið 14 umferðum af þeim 38 sem eru áformaðar. Viggó er þremur mörkum á undan Austurríkismanninum Robert Weber hjá Nordhorn.

Bjarki Már Elísson, Lemgo, er ekki langt á eftir Viggó og Weber. Markakóngur síðasta tímabils í deildinni er í þriðja sæti með 92 mörk, eða 6,5 mörk að jafnaði í leik. Viggó hefur skoraði 7,2 mörk að meðaltali.

Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, er kominn upp í níunda sæti með 69 mörk eftir hvern stórleikinn á fætur öðrum upp á síðkastið.

Auk 101 marks hefur Viggó átt 28 stoðsendingar. Ómar Ingi á 32 stoðsendingar. Janus Daði Smárason, Göppingen, er sá íslenski handknattleiksmaður í þýsku 1. deildinni sem hefur átt flestar stoðsendingar á tímabilinu. Janus er skráður með 33 stoðsendingar. Hann hefur skorað 25 mörk.

Tuttugu markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar eru:

Viggó Kristjánsson, Stuttgart 101/39 – 28 stoðs.
Robert Weber, Nordhorn 98/37
Bjarki Már Elísson, Lemgo 92/24
Marcel Schiller, Göppingen 89/47
Uwe Gensheimer, R-N Löwen 73/33
Sime Ivic, Erlangen 72/27
Niclas Ekberg, THW Kiel 69/30
Stefan Cavor, Wetzlar 69/0
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg 69/37 – 32 stoðs.
Hans Lindberg, Füchse Berlin 66/35
Vladan Lipovina, Balingen-Weilst. 65/0
Julius Kühn, MT Melsungen 64/0
Ivan Martinovic, H. Burgdorf 62/12
Andy Schmid, R-N Löwen 61/8
Florian Billek, Coburg 61/13
Philipp Weber, Leipzig 60/5
Hampus Wanne, Flensburg 60/18
Sebastian Heymann, Göppingen 60/0
Noah Beyer, Tusem Essen 59/29
Christoffer Rambo, GWD Minden 58/2

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -