- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó veikur og var ekki í kveðjuleiknum – Andri Már einnig fjarverandi

Viggó Kristjánsson leikmaður er veikur og var ekki með Leipzig í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Viggó Kristjánsson missti af kveðjuleik sínum með SC DHfK Leipzig á QUARTERBACK Immobilien ARENA í Leipzig gegn Hannover-Burgdorf í kvöld sökum veikinda. Viggó gengur til liðs við HC Erlangen í byrjun nýs ár. Rífandi góð stemnig var í QUARTERBACK Immobilien ARENA í kvöld. Liðlega 6.500 áhorfendur mættu en fór flestir vonsviknir heim vegna þess að lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í SC DHfK Leipzig töpuðu, 32:30, í hörkuleik eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15.

Munaði um minna

Andri Már Rúnarsson lék heldur ekki með SC DHfK Leipzig. Eftir því sem næst verður komist var ekki alvarlegt sem hélt Andra Má frá viðureigninni í kvöld.

Munaði svo sannarlega um minna fyrir liðið að vera án tveggja sterka leikmanna. Þar á ofan fékk Simon Ernst leikmaður Leipzig rautt spjald þegar skammt var til leiksloka þegar hönd hans slæmdist í höfuð Uladzislau Kulesh leikmanns Hannover-Burgdorf.

Lukas Binder gat minnkað muninn í eitt mark 18 sekúndum fyrir leikslok en Simon Gade markvörður Hannover-Burgdorf kom í veg fyrir að mark væri skorað.

Staffan Peter var markahæstur hjá Leipzig með sex mörk. Lukas Binder og Luca Witzke skoruðu fimm mörk hvor.
Marius Steinhauser skoraði sjö mörk fyrir Hannover-Burgdorf sem er í öðru til fjórða sæti með 26 stig eftir 17 leiki eins og Füchse Berlin og THW Kiel. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

SC DHfK Leipzig er í 12. sæti með 14 stig.


Önnur úrslit í þýsku 1. deildinni í kvöld:
Göppingen – MT Melsungen, 25:29.
Stuttgart – Potsdam, 29:24.
Flensburg – Bietigheim 39:27.

Næst verður leikið í þýsku 1. deildinni í byrjun febrúar.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -