Viggó Kristjánsson missti af kveðjuleik sínum með SC DHfK Leipzig á QUARTERBACK Immobilien ARENA í Leipzig gegn Hannover-Burgdorf í kvöld sökum veikinda. Viggó gengur til liðs við HC Erlangen í byrjun nýs ár. Rífandi góð stemnig var í QUARTERBACK Immobilien ARENA í kvöld. Liðlega 6.500 áhorfendur mættu en fór flestir vonsviknir heim vegna þess að lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í SC DHfK Leipzig töpuðu, 32:30, í hörkuleik eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15.
Munaði um minna
Andri Már Rúnarsson lék heldur ekki með SC DHfK Leipzig. Eftir því sem næst verður komist var ekki alvarlegt sem hélt Andra Má frá viðureigninni í kvöld.
Munaði svo sannarlega um minna fyrir liðið að vera án tveggja sterka leikmanna. Þar á ofan fékk Simon Ernst leikmaður Leipzig rautt spjald þegar skammt var til leiksloka þegar hönd hans slæmdist í höfuð Uladzislau Kulesh leikmanns Hannover-Burgdorf.
Lukas Binder gat minnkað muninn í eitt mark 18 sekúndum fyrir leikslok en Simon Gade markvörður Hannover-Burgdorf kom í veg fyrir að mark væri skorað.
LIVE
— DAIKIN HBL (@DAIKIN_HBL) December 27, 2024
Simon Gade vernagelt einfach den Kasten!
Alle Spiele live bei @dynsport. 📺#Handball #DAIKINHBL pic.twitter.com/Vw1xz3gO56
Staffan Peter var markahæstur hjá Leipzig með sex mörk. Lukas Binder og Luca Witzke skoruðu fimm mörk hvor.
Marius Steinhauser skoraði sjö mörk fyrir Hannover-Burgdorf sem er í öðru til fjórða sæti með 26 stig eftir 17 leiki eins og Füchse Berlin og THW Kiel. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
SC DHfK Leipzig er í 12. sæti með 14 stig.
Önnur úrslit í þýsku 1. deildinni í kvöld:
Göppingen – MT Melsungen, 25:29.
Stuttgart – Potsdam, 29:24.
Flensburg – Bietigheim 39:27.
Næst verður leikið í þýsku 1. deildinni í byrjun febrúar.
Staðan: