- Auglýsing -

Víkingar hafa samið við Mrsulja

Igor Mrsulja er loksins orðinn fullgildur leikmaður Víkings.

Samkvæmt heimildum handbolti.is hefur handknattleiksdeild Víkings samið við serbneska handknattleiksmanninn Igor Mrsulja til tveggja ára.


Mrsulja er 28 ára gamall útileikmaður sem kemur til liðs við Víking frá Gróttu. Tækifærin hans hjá Gróttu á nýliðinni leiktíð voru ekki mörg en Víkingar telja að mikið meira búi í Mrsulja og álíta að hann verði góður fengur fyrir lið félagsins, jafnt í vörn sem sókn.


Víkingur leikur í Grill66-deildinni á næstu leiktíð og ríkir mikill hugur innan félagsins að endurheimta á ný sæti í Olísdeild karla. Hafa Víkingar verið að þétta raðirnar síðustu daga og m.a. samið við hornamanninn Halldór Inga Jónasson, svo dæmi sé tekið.


Mrsulja lék með yngri landsliðum Serbíu og hefur orðið landsmeistari bæði í Serbíu og Hollandi og er með töluverða reynslu í Evrópukeppni félagsliða. Einnig lék Mrsulja um skeið í Ungverjalandi eftir því sem fram kom þegar hann samdi við Gróttu fyrir ári.


- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -