Víkingur mjakaði sér nær efstu liðum Grill 66-deildar karla í handknattleik með sigri á Haukum2 á Ásvöllum, 32:30, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:16. Víkingur hefur þar með átta stig að loknum sex leikjum ásamt Selfoss og Fram tvö. Þór er efstur með 10 stig. Öll liðin hafa leikið sex sinnum.
Víkingar voru með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn á Ásvöllum. Forskot liðsins sveiflaðist frá einu og upp í þrjú mörk. Sigurinn var því sanngjarn þegar upp var staðið.
Þorfinnur Máni Björnsson, sem eitt sinn lék með Haukum, kunni vel við sig á Ásvöllum. Hann var markahæstur Víkinga með níu mörk. Stefán Scheving Guðmundsson var næstur með sjö mörk.
Jón Karl Einarsson skoraði þriðjung marka Hauka í leiknum eða 10. Akureyringurinn Ísak Óli Eggertsson var næstur með sex mörk.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildunum.
Mörk Hauka2: Jón Karl Einarsson 10, Ísak Óli Eggertsson 6, Ásgeir Bragi Þórðarson 5, Egill Jónsson 4, Sigurður Bjarmi Árnason 3, Daníel Máni Sigurgeirsson 2.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 10.
Mörk Víkings: Þorfinnur Máni Björnsson 9, Stefán Scheving Guðmundsson 7, Ásgeir Snær Vignisson 6, Ísak Örn Guðbjörnsson 2, Benedikt Emil Aðalsteinsson 2, Kristófer Snær Þorgeirsson 2, Bjarki Garðarsson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1, Igor Mrsulja 1, Kristján Helgi Tómasson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 14.