Víkingar unnu í kvöld annan leik sinn í röð í Olísdeild karla í handknattleik þegar þeir lögðu Gróttu, 30:24, í sjöttu umferð deildarinnar. Leikurinn fór fram í Safamýri. Þar með eru Víkingar, sem ekki þóttu líklegir til stórræða í haust komnir með sex stig og eiga sæti um miðja deild.
KA-menn biðu skipbrot á heimavelli þegar Haukar sóttu þá heima. Lokatölur í KA-heimilinu 36:21, í leik þar sem leikmenn KA voru aðeins með í leiknum frá upphafi til enda. Slíkir voru yfirburðir Hauka sem hafa nú krækt sér í þrjá vinninga í röð.
Ennþá tómhentir
Leikmenn Selfoss eru enn tómhentir á botni Olísdeildar karla þrátt fyrir harða mótspyrnu gegn Fram í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Framarar unnu svo sannarlega langþráðan vinnusigur, 28:27, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:12.
Jóhann mikilvægur
Víkingar sýndu mikinn karakter á síðustu mínútum leiksins gegn Gróttu. Þeir voru marki undir, 23:22, þegar sex mínútur voru til leiksloka eftir að hafa verið yfir nær allan leikinn fram að þeim tíma að Ágúst Ingi Óskarsson kom Gróttu yfir með 23. markinu. Leikmenn Víkings bitu í skjaldarrendur og komust yfir á ný.
Munaði þar miklu að Jóhann Reynir Gunnlaugsson mætti til leiks í sóknarleikinn á ný. Hann sýndi mikla yfirvegun átti m.a. tvær afar mikilvægar línusendingar sem gáfu mörk að lokum. Alls var Jóhann Reynir með átta sköpuð færi, þar af sex stoðsendingar.
Daníel var vel á verði
Fleiri léku vel í liði Víkings, þar á meðal Daníel Andri Valtýsson markvörður. Hann lék fyrrverandi samherja grátt, hvað eftir annað.
Léku við hvern sinn fingur
Guðmundur Bragi Ástþórsson kunni vel við sig á fjölum KA-heimilisins. Hann skoraði 10 mörk í 12 skotum og skapaði sex marktækifæri í stórsigri Hauka á KA, 36:21. Þráinn Orri Jónsson lék einnig við hvern sinn fingur, skoraði sjö mörk og var allt í öllu í vörn Hafnfirðinga. Geir Guðmundssyni þótti ekki verra að skora sex mörk gegn KA.
Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.
Úrslit kvöldsins og markaskorarar:
Víkingur – Grótta 30:24 (13:12).
Mörk Víkings: Stefán Scheving Guðmundsson 7, Halldór Ingi Óskarsson 5, Þorfinnur Máni Björnsson 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Styrmir Sigurðarson 4, Sigurður Páll Matthíasson 3, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Halldór Ingi Jónasson 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 14/1, 36,8% – Sverrir Andrésson 0.
Mörk Gróttu: Ágúst Ingi Óskarsson 8, Andri Fannar Elísson 5, Hannes Grimm 4, Elvar Otri Hjálmarsson 3, Antoine Óskar Pantano 2, Ari Pétur Eiríksson 2.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11m 27,5% – Shuhei Narayama 0.
KA – Haukar 21:36 (8:21).
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 8/1, Ott Varik 4/1, Ólafur Gústafsson 3, Arnór Ísak Haddsson 3, Einar Birgir Stefánsson 1, Jóhann Geir Sævarsson 1, Patrekur Stefánsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 9/1, 34,6% – Nicolai Horntvedt Kristensen 5, 27,8%
Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 10/4, Þráinn Orri Jónsson 7, Geir Guðmundsson 6, Össur Haraldsson 5, Aron Rafn Eðvarðsson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Birkir Snær Steinsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 10/3, 34,5% – Magnús Gunnar Karlsson 0.
Selfoss – Fram 27:28 (12:17).
Mörk Selfoss: Tryggvi Sigurberg Traustason 6/4, Richard Sæþór Sigurðsson 4, Hannes Höskuldsson 3, Hans Jörgen Ólafsson 3, Einar Sverrisson 2, Sæþór Atlason 2, Anton Breki Hjaltason 2, Alexander Hrafnkelsson 1, Gunnar Kári Bragason 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1, Alvaro Mallols Fernandez 1, Sverrir Pálsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 8, 61,5% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 7, 24,1%.
Mörk Fram: Stefán Orri Arnalds 6, Reynir Þór Stefánsson 5, Rúnar Kárason 4/1, Dagur Fannar Möller 3, Ívar Logi Styrmisson 3, Eiður Rafn Valsson 2, Marko Coric 2, Kjartan Þór Júlíusson 1, Tryggvi Garðar Jónsson 1, Magnús Öder Einarsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 10, 37% – Arnór Máni Daðason 2, 18,2%.
Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.
Ýtarlega tölfræði er að finna hjá HBStatz.