- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingar saumuðu að toppliðinu – Jóhannes Berg skoraði 12 mörk

Jóhannes Berg Andrason skoraði 12 mörk fyrir FH í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Víkingur var ekki langt frá því að krækja í annað stigið sem var í boði í Safamýri í kvöld þegar efsta lið Olísdeildar karla í handknattleik, FH, kom í heimsókn. Eftir harðan slag þá sluppu FH-ingar fyrir horn með bæði stigin í farteskinu heim í Kaplakrika. Lokatölur, 30:28, fyrir FH sem var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:16.

Víkingar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins. Það síðara skoraði Jóhann Reynir Gunnlaugsson fyrirliði Víkinga um hálfri mínútu fyrir leikslok.

Lék gamla samherja grátt

Jóhannes Berg Andrason lék gamla samherja sína grátt í leiknum. Hann skoraði 12 mörk fyrri FH-inga sem eru efstir í deildinni með 25 stig að loknum 14 leikjum. Víkingar eru næst neðstir með sex stig. Enn á ný vantaði aðeins upp á hjá Víkingum sem hafa verið nærri stigi eða stigum í fleiri leikjum á keppnistímabilinu.

Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins lék ekki með FH í kvöld. Hann vakti hinsvegar ómælda athygli yngri handknattleiksfólks sem fylgdist með leiknum. Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan gaf fyrirliðinn sér tíma til þess að spjalla við krakkana.

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 5, Halldór Ingi Jónasson 5, Brynjar Jökull Guðmundsson 3, Stefán Scheving Guðmundsson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 3, Halldór Ingi Óskarsson 2, Gunnar Valdimar Johnsen 2, Sigurður Páll Matthíasson 2, Agnar Ingi Rúnarsson 1, Igor Mrsulja 1, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Sverrir Andrésson 12.

Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 12, Ásbjörn Friðriksson 6, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Birgir Már Birgisson 3, Einar Örn Sindrason 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Daníel Matthíasson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 6, Axel Hreinn Hilmisson 5.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -