- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingar voru ákveðnari í botnslagnum

Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, fyrir miðri mynd ásmt Andra Berg Haraldssyni aðstoðarþjálfara. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Víkingar unnu slag botnliða Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld er þeir tóku á móti HK í Víkinni, lokatölur 26:22. Verður sigur liðsins að teljast sanngjarn. Víkingar unnu þar með fyrstu stig sín í Olísdeildinni á þessari leiktíð í tíunda leik sínum. HK, sem hefur lokið níu leikjum, er sem fyrr án stiga. Liðin tvö komu upp í deildina fyrir keppnistímabilið.


HK-liðið var ívið sterkara í fyrri hálfleik þótt litlu hafi munað lengst af. Liðið náði nokkrum sinnum tveggja marka forskoti. Víkingar voru slyngari á lokasprettinum og skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og voru marki yfir að honum loknum, 14:13. Hamsa Kablouti sá til þess. Hann stal boltanum af leikmönnum HK og skoraði fjórtánda markið rétt áður en leiktíminn var úti eftir að hafa brunað fram í hraðaupphlaup.


Víkingar voru afar ákveðnir í síðari hálfleik. Þeir léku vörn sína af miklum ákafa og Jovan Kukobat markvörður varði vel. Auk þess voru Víkingar vel á verði við að ná mikilvægum varnarfráköstum. Leikmenn Víkings voru einu til þremur mörkum yfir allan síðari hálfleikinn og virtist vaxa ásmegin þegar á leið meðan sjálfstraustið minnkaði jafnt og þétt meðal HK-inga.


Mörk Víkings: Hamsa Kablouti 9, Hjalti Már Hjaltason 4, Arnar Steinn Arnarsson 3, Jóhannes Berg Andrason 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3/2, Logi Ágústsson 2, Arnar Huginn Ingason 2.
Varin skot: Jovan Kukobat 13, 37,1%.

Mörk HK: Einar Bragi Aðalsteinsson 6/2, Elías Björgvin Sigurðsson 5, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Hjörtur Ingi Halldórsson 2, Pálmi Fannar Sigurðsson 2, Einar Pétur Pétursson 2, Kristján Pétur Barðason 1, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 10, 31,3% – Róbert Örn Karlsson 1, 20%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.

Handbolti.is var í Víkinni og fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu sem sjá má hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -