Víkingur og Gróttu er spáð mestri velgengni í Grill 66-deildum karla og kvenna á keppnistímabilinu sem stendur fyrir dyrum. Alltént er það álit þeirra sem komu að árlegri spá deildanna. Niðurstaða spárinnar var birt á kynningarfundi HSÍ fyrir Olís- og Grill 66-deildirnar.
Niðurstaða spárinnar er sú að Víkingur, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, fari rakleitt upp í Olísdeild næsta vor. Grótta og Fjölnir, sem féllu úr Olísdeildinni í vor verða að gera sér annað og þriðja sætið að góðu. Harðarmenn verða skammt á eftir í fjórða sæti.
Kvennalið Gróttu mun aðeins staldra við í Grill 66-deild kvenna í eitt tímabil undir stjórn Júlíusar Þóris Stefánssonar. Afturelding, HK og Víkingur verða í næstu sætum á eftir gangi spáin eftir og taka þátt í umspili um sæti Olísdeildinni.
Spá Grill 66 deild karla:
1. Víkingur – 342 stig.
2. Grótta – 327 stig.
3. Fjölnir – 287 stig.
4. Hörður – 257 stig.
5. Valur 2 – 247 stig.
6. Fram 2 – 217 stig.
7. Haukar 2 – 183 stig.
8. HBH – 140 stig.
9. HK 2 – 113 stig.
10. Hvíti Riddarinn – 100 stig.
11. ÍH – 98 stig.
12. Selfoss 2 – 65 stig.
Spá Grill 66 deildar kvenna:
1. Grótta – 147 stig.
2. Afturelding – 109 stig.
3. HK – 104 stig.
4. Víkingur – 82 stig.
5. Valur 2 – 77 stig.
6. FH – 70 stig.
7. Fram 2 – 52 stig.
8. Fjölnir – 39 stig.
Leikjadagskrá Grill 66-deilda.