- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingur er kominn upp að hlið FH og Gróttu

Signý Pála Pálsdóttir markvörður varði vel í marki Vikings í Fjölnishöllinni í kvöld. Mynd/Víkingur
- Auglýsing -

Víkingur fór upp að hlið FH og Gróttu í annað til fjórða sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í framhaldi af öruggum sigri á Fjölni, 30:21, í síðasta leik 5. umferðar deildarinnar í Fjölnishöllinni í kvöld. Víkingar lögðu grunn að sigrinum með afar góðum fyrri hálfleik. Liðið var með átta marka forskot að honum loknum 15:7


Víkingur er þar með kominn með átta stig eftir fimm umferðir. Selfoss er eitt í efsta sæti með 10 stig og tapað einu stigi til þessa. Fjölnir er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 2 stig.

Signý Pála Pálsdóttir sem kom til Víkings í sumar frá Val átti góðan leik í markinu og varði 14 skot. Markaskorið dreifðist nokkur vel á milli leikmanna liðsins. Sara Björg Davíðsdóttir var allt í öllu í sóknarleik Fjölnis og skoraði ríflega helming marka liðsins.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk Fjölnis: Sara Björg Davíðsdóttir 11, Telma Sól Bogadóttir 3, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 2, Sara Kristín Pedersen 2, Azra Cosic 2, Eyrún Ósk Hjartardóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 11, Oddný Björg Stefánsdóttir 2.

Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 7, Hafdís Shizuka Iura 6, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 6, Mattý Rós Birgisdóttir 3, Katrín Hallgrímsdóttir 2, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1, Sunna Katrín Hreinsdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 14, Þórunn Ásta Imsland 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -