- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingur lyfti sér upp úr fallsæti með sigri á Fram

Jóhann Reynir Gunnlaugsson fyrirliði Víkings skoraði sex mörk í sigrinum á Fram í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Eftir nokkuð margar vikur í öðru fallsæta Olísdeildar karla þá lyftu Víkingar sér upp í 10. sætið með sigri á Fram, 32:29, í 18. umferð deildarinnar á fyrrverandi heimavelli Fram, íþróttahúsinu í Safamýri.

Þetta var annar sigur Víkinga í síðustu þremur umferðum og virðist liðið til alls líklegt í kapphlaupinu um að forðast fall. Þeir hafa 10 stig og eru stigi á undan HK og tveimur ofar en Selfoss sem vermir botnsætið þegar fjórar umferðir eftir.

Einar Jónsson þjálfari Fram stillti nánast upp ungmennaliði að þessu sinni en meiðsli hrjá nokkra af leikmönnum liðsins.
Víkingur var marki yfir í hálfleik, 16:15. Í síðari hálfleik skiptust liðin á að vera með yfirhöndina en aldrei var munurinn mikill.

Víkingur náði fyrst þriggja marka forskoti þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 27:24. Þrátt fyrir ákafar tilraunir Framara á síðustu mínútum tókst þeim ekki að brúa bilið og leikmenn Víkings fögnuðu kærkomnum sigri og tveimur dýrmætum stigum.

Gunnar Valdimar Johnsen fór á kostum í liði Víkings og skoraði m.a. 10 mörk, ekkert þeirra úr vítaköstum.

Síðustu leikir Víkings: KA (ú), HK (h), Afturelding (ú), Stjarnan (h).

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk Víkings: Gunnar Valdimar Johnsen 10, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6/4, Styrmir Sigurðarson 6, Agnar Ingi Rúnarsson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Halldór Ingi Óskarsson 2, Halldór Ingi Jónasson 1, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1, Erlendur Guðmundsson 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 8/1, 33,3% – Bjarki Garðarsson 4/1, 23,5%.

Mörk Fram: Theodór Sigurðsson 7/1, Eiður Rafn Valsson 6/1, Marel Baldvinsson 5, Rúnar Kárason 3, Bjartur Már Guðmundsson 2, Dagur Fannar Möller 2, Ívar Logi Styrmisson 2/1, Sigurður Bjarki Jónsson 1, Stefán Orri Arnalds 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 6, 30% – Lárus Helgi Ólafsson 4, 18,2%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -