Víkingur vann fyrsta leik ársins í Grill 66-deild kvenna í kvöld þegar liðið lagði Fram 2, 29:24, í íþróttahúsinu í Safamýri. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Framarar voru með tögl og hagldir í fyrri hálfleik og voru með fjögurra marka forskot að honum loknum, 16:12.
Víkingar jöfnuðu metin fljótlega í síðari hálfleik og gáfu ekki eftir það færi á sér.
Ellefu leikmenn Víkings skoruðu í leiknum enda dreifðist markaskorun mjög vel.
Hjá Fram skoruðu Katla Kristín Hrafnkelsdóttir og Sara Rún Gísladóttir nærri öll mörkin, eða 20 af 24.
Víkingur situr eftir sem áður í 3. sæti deildarinnar. Liðið hefur nú 13 stig að loknum 12 leikjum. Fram er í sjötta sæti.
Tveir leikir fara fram annað kvöld í Grill 66-deild kvenna. Fjölnir og Afturelding mætast í Fjölnishöllinni klukkan 19. Hálftíma síðar eigast við FH og Grótta í Kaplakrika.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 5, Hildur Guðjónsdóttir 5, Valgerður Elín Snorradóttir 5, Mattý Rós Birgisdóttir 3, Ivana Jorna Dina Meincke 3, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 2, Sara Björg Davíðsdóttir 2, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 1, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1, Sunna Katrín Hreinsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1.
Varin skot: Þyri Erla L. Sigurðardóttir 9, Klaudia Katarzyna Kondras 1.
Mörk Fram 2: Katla Kristín Hrafnkelsdóttir 10, Sara Rún Gísladóttir 10, Þóra Lind Guðmundsdóttir 2, Þóra Lind Guðmundsdóttir 2.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 9.





