- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli fór áfram – Aðalsteinn slapp fyrir horn – Bjarki Már er úr leik

Viktor Gísli Hallgrímsson er efnilegasti markvörður heims um þessar mundir. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson og samherjar í Lemgo eru úr leik í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG og lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen eru á hinn bóginn komnir áfram í átta liða úrslit.

Síðari leikir 16-liða úrslita fara fram í kvöld. Ekki eru öll kurl komin til grafar þar sem tveimur síðustu leikjunum er ólokið. Þar á meðal er viðureign Sporting og Magdeburg, sem Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með.


Viktor Gísli stóð allan leikinn í marki GOG þegar liðið vann Bidasoa Irun á Fjóni, 33:31, og samanlagt með fjögurra marka mun í tveimur leikjum, 63:59. Viktor Gísli varði 13 skot, 30%.


Aðalsteinn og liðsmenn hans í Kadetten sluppu naumlega fyrir horn þrátt fyrir sex marka tap, 34:28, fyrir sænsku meisturunum Sävehof. Jafnt var eftir tvo leiki, 60:60, en Kadetten slapp áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.


Lemgo tapaði með þriggja marka mun fyrir Wisla Plock í Þýskalandi fyrir viku. Þar af leiðandi dugði jafntefli skammt, 28:28, í Póllandi í kvöld. Bjarki Már var markahæstur hjá Lemgo með átta mörk.


Auk GOG, Kadetten og Wisla Plock eru Benfica, Nexe og Nantes komin í átta liða úrslit. Síðarnefnda liðið vann næst efsta lið þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin, 33:30, í Berlín í kvöld eftir eins marks sigur í Frakklandi fyrir viku, 25:24.


Nimes og Gorenje og Magdeburg og Sporting eigast við í kvöld. Jafntefli varð í fyrri leik Magdeburg og Sporting sem fram fór í Lissabon fyrir viku, 29:29.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -