- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli fór hamförum

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Nantes og íslenska landsliðsins. Mynd/Halfliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson fór hamförum í marki GOG í dag þegar liðið vann Ribe-Esbjerg, 28:26, á útivell í fyrstu umferð átta liða úrslita dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik.


Viktor Gísli varði 20 skot og var með liðlega 44% hlutfallsmarkvörslu. Segja má að frammistaða landsliðsmarkvarðarins hafi skilið liðin að þegar upp var staðið. Gamla brýnið Sören Rasmussen varði einnig vel í marki Ribe-Esbjerg en hann var liðsfélagi Viktors Gísla hjá GOG tvö fyrstu árin hjá félaginu. Rasmussen hættir í vor og þá kemur Ágúst Elí Björgvinsson í hans stað.


Anders Zachariassen og Emil Lærke voru markahæstir með sex mörk hvor í liði GOG. Jonatan Mollerup var markahæstur hjá Ribe-Esbjerg með sex mörk.


Úrslitakeppni átta efstu liða úrvalsdeildarinnar er leikin í tveimur fjögurra liða riðlum. Ásamt GOG og Ribe-Esbjerg eru Skanderborg og Bjerringbro í öðrum riðlinum en í hinum eru Aalborg, Skjern, Mors-Thy og Fredericia.


Bjerringbro/Silkeborg vann Skanderborg Aarhus, 29:26, í hinum leik riðilsins sem GOG og Ribe-Esbjerg eru í.

Aron með fjögur í hörkuleik

Danmerkurmeistarar Aalborg Håndbold unnu nauman sigur á Mors-Thy í háspennuleik á heimavelli síðarnefnda liðsins, 31:30, eftir að hafa fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13.


Aron skoraði fjögur mörk í 11 skotum og átti einnig fjórar stoðsendingar. Lukas Sandell var markahæstur hjá Aalborg með níu mörk.


Rasmus Henriksen markvörður Mors-Thy reyndist leikmönnum Aalborg erfiður í leiknum. Hann var með 40% hlutfallsmarkvörslu.


Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Danmerkurmeistaranna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -