-Auglýsing-

Viktor Gísli heimsmeistari með Barcelona

- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson varð heimsmeistari félagsliða með samherjum sínum í Barcelona í kvöld. Barcelona vann ævintýralegan sigur á One Veszprém, 31:30, í tvíframlengdum úrslitaleik í Kaíró. Leikmenn Barcelona skoruðu tvö mörk á síðustu 45 sekúndunum og tryggðu sér þar með sigurinn.

Emil Nielsen markvörður Barcelona átti stórleik í kvöld. Ljósmynd/EPA

Daninn Emil Nielsen varði tvisvar á síðustu mínútunni, þar af síðara skotið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka frá Frakkanum Hugo Descat. Þar með innsiglaði Nielsen sigurinn og kom um leið í veg fyrir að leikurinn yrði leiddur til lykta í vítakeppni.

Nielsen átti stórleik, varði 27 skot, á 80 mínútum, 49%. Viktor Gísli lék allan undanúrslitaleikinn við Al Ahly. Hann spreytti sig á einu vítakasti í leiknum í kvöld.

Aleix Abello var markahæstur hjá Barcelona með sex mörk, þar af sigurmarkið. Ian Barrufet skoraði fimm mörk.

Bjarki Már Elísson kom lítið við sögu í leiknum.

Hugo Descat skoraði átta mörk fyrir One Veszprém, Ivan Martinovic og Nedim Remili skoruðu sex mörk hvor.

One Veszprém vann heimsmeistaramótið fyrir ári.

Styttan sem Barcelona-liðið tekur með sér heim frá Kaíró. Ljósmynd/EPA
Sigurliðið fær 350.000 dollara í verðlaunafé, ríflega 42 milljónir kr. Silfurliðið hreppir 150.000 dollara, rúmlega 18 milljónir kr. og bronsliðið fær í sinn hlut 50.000 dollara, 6 milljónir kr. 

Evrópumeistararnir voru ekki í vanda

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -